Starfsmannasamtal

Starfsmannasamtal er trúnaðarsamtal milli starfsmanns og yfirmanns þar sem farið er yfir þætti er varða starf og starfsþróun starfsmanns, frammistöðu og líðan í starfi. Samtalið á að vera faglegt og uppbyggilegt, stuðla að því að starfsmaður þróist í takt við starfsemina og að vinnsla verkefna sé í samræmi við réttindi og skyldur hvers og eins.

Mikilvægt er að báðir aðilar undirbúi samtalið vel á sambærilegan hátt með aðstoð gátlista eða eyðublaðs. Starfslýsing skal ávallt höfð til hliðsjónar og hún uppfærð ef breytingar hafa orðið á starfssviði eða ábyrgð starfsmanns. Í starfsmannasamtali eru lykilþættir starfsins yfirfarnir og frammistaða rædd með kerfisbundnum hætti. Góður undirbúningur beggja aðila er afar mikilvægur til að samtalið takist vel. Formleg starfsmannasamtöl ættu að eiga sér stað einu sinni á ári.

Tenging við stofnanasamninga

 

 

Pin It on Pinterest

Share This