Um okkur

Vefurinn er samstarfsverkefni kjara- og mannauðssýslu ríkisins og stéttarfélaga og er liður í stuðningi við gerð og inntak stofnanasamninga, sem gerðir eru á ríkisstofnunum. Með bókunum allflestra kjarasamninga, sem gerðir voru árið 2015, urðu ríki og stéttarfélög sammála um nauðsyn þess að auka þekkingu á gerð og inntaki stofnanasamninga og styðja við framkvæmd þeirra.

Í apríl 2016 var settur á laggirnar starfshópur skipaður fulltrúum stéttarfélaga og bandalaga, fulltrúum fjármála- og efnahagsráðuneytisins auk fulltrúa Félags forstöðumanna ríkisins til að vinna að undirbúningi átaksins.

Á vefnum er að finna efni sem nýtist við gerð og framkvæmd stofnanasamninga.

 

 

 

 

 

Pin It on Pinterest

Share This