Starfslýsingar
Starfslýsing er grunnþáttur mannauðsstjórnunar og er notuð m.a. við ráðningu, dagleg störf, starfsmannasamtal og starfsþróun. Í starfslýsingum felast lykilupplýsingar jafnt fyrir starfsmenn og stjórnendur og ættu þær að vera til fyrir sérhvert starf eins og það er á hverjum tíma. Stjórnendur ættu að athuga að starfslýsingar takmarka á engan hátt eðlilegan stjórnunarrétt þeirra. Starfslýsingar eiga að vera til um öll störf á stofnun enda skulu stjórnendur setja starfsmönnum erindisbréf (starfslýsingu) og hver sem þess óskar á rétt á henni skv. 8. gr. starfsmannalaga (l. nr. 70/1996).
Flokkun skv. ÍSTARF95
Rétt er að benda á að öllum stofnunum skylt að nota starfaflokkunarkerfi Hagstofunnar, ÍSTARF95, sem er ætlað til að staðla alla launatölfræði í landinu og rímar sú flokkun við starfslýsingar. Flokkunin getur nýst stofnunum við starfaflokkun þegar stofnanasamningar eru gerðir.
Tenging við stofnanasamninga
- Forsenda röðunar í launaflokka skv. stofnanasamningi.
- Bein tenging við mat á frammistöðu og hvatakerfi.
- Leiðbeinandi við mat á mannaflaþörf og gerð mannaflaspár.