Mannaflaspá
Árangur stofnunar er hámarkaður með réttum fjölda og réttri samsetningu starfsfólks sem hefur til að bera viðeigandi þekkingu, færni og hæfni sem þarf til þess að leysa verkefni stofnunar á sem hagkvæmastan hátt og mæta kröfum um gæði. Markmiðið er að meta hvers konar mannauð stofnun þarf á að halda til framtíðar svo hún geti uppfyllt lögbundið hlutverk sitt og náð settum markmiðum. Við gerð mannaflaspár er velt upp spurningum eins og:
- Hvaða kröfur verða gerðar til stofnunarinnar í framtíðinni og hvaða menntun og hæfni mun þurfa til að uppfylla þær kröfur?
- Hvernig er núverandi samsetning starfsmanna með tilliti til menntunar og hæfni?
- Hvaða breytingar eru fyrirsjáanlega t.d. á næstu fimm árum í starfsmannahópnum, eru einhverjir starfsmenn á leið á eftirlaun á þeim tíma og hvaða menntun, hæfni og reynsla hverfur með þeim?
Góð mannaflaspá gefur stofnun færi á að vera viðbúin breytingum í starfsmannahópnum og ráða til sín rétta starfsfólkið og/eða þjálfa upp starfsmenn til að þeir geti tekið að sér ný eða breytt verkefni.
Tenging við stofnanasamninga
- Breytingar á vægi starfa, innri eða ytri.
- Ný störf sem hafa orðið til.
- Fækkun starfa.
- Aukin yfirsýn yfir störf hjá stofnun getur leitt til hagræðingar og aukinnar skilvirkni.